Nekt

Í kvöld kom fram eftirfarandi pæling: Af hverju setur Andrés Önd handklæði um mittið þegar hann kemur úr baði?

Nekt er skemmtilegt fyrirbæri. Fátt skemmtilegra en að horfa út frá svölunum og finna svalann andvaran leika um djásnin. 4 hæð er heppileg staðsetning.

Annars er fátt að frétta. Helgi framundan og ég er frekar sáttur við það. Ég er búinn að kynnast dönsku landslagi fullmikið síðustu daga út um bílrúðu á frönskum bíl. Ég villtist í gær og það var annars gott því ég loksins rambaði á blessað Himmelbjerget. Það má segja að ég hafi keyrt um dönsku alpana í gær.

kveðja í bili,

Arnar Thor stundum nakinn og stundum ekki.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Voðalega eru menn eitthvað frjálslegir í fasi á fjórðu hæð. Gaman að því (býst ég við). Nú hefur þú góðan samanburð þegar þú lendir á internasjónalnum í Keflavík og sérð hinn ljúfa fjallahring sem blasir við á Reykjanesinu. Kef klikkar ekki :), eða þannig.
g
Nafnlaus sagði…
akkuru er manni aldrei boðið í kaffi þegar verið er að viðra Djásnin út á svölum??????????

Vinsælar færslur